Loftslagsstefnan skal taka til reksturs ríkisaðila. Sjá nánar um gildissvið og umfang undir liðnum Loftslagsstefna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að vinna við loftslagsstefnu felur í sér gerð stefnunnar sjálfrar, setningu mælanlegra markmiða og aðgerðaáætlunar.
Líkt og kemur fram í lögum um loftslagsmál skulu Stjórnarráð Íslands, stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins (hér eftir ríkisaðilar/stofnun) setja sér loftslagsstefnu. Markmið laganna er að hið opinbera fari fram með góðu fordæmi þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að setja sér metnaðarfull markmið og móta aðgerðir til að fylgja þeim eftir. Áður en hafist er handa við að móta loftslagsstefnu er gott að átta sig á eftirfarandi atriðum:
Hvert er gildissvið loftslagsstefnunnar?
Tenging loftslagsstefnu við aðra stefnumótun
Losun gróðurhúsalofttegunda og skil á losunartölum til Umhverfisstofnunar
Til að hægt sé að setja sér mælanleg markmið þarf að byrja á að reikna losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar. Valið er viðmiðunarár sem miðað er við í öllum markmiðum. Þar sem Umhverfisstofnun ber að hafa eftirlit með því að ríkisaðilar innleiði aðgerðir loftslagsstefnu fer stofnunin fram á að ríkisaðilar skili Grænu bókhaldi til stofnunarinnar. Losunarstuðlar sem Umhverfisstofnun gefur út eru innbyggðir í bókhaldið. Sjá nánar á síðu um undirbúningsferlið.
Hvenær þarf loftslagsstefna ríkisaðila að vera tilbúin?
Umhverfisstofnun hvetur ríkisaðila til að hefjast strax handa við að móta sér loftslagsstefnu og setja sér markmið og aðgerðaáætlun til að fylgja henni eftir, en stefnan sjálf skal vera samþykkt eigi síðar en í árslok 2021.
Hvert er loftslagsstefnunni skilað?
Hversu oft þarf að uppfæra loftslagsstefnuna?
Ríkisaðilar skulu rýna stefnuna eftir þörfum. Eðlilegt er að endurskoða markmið og aðgerðaáætlun árlega m.t.t fyrri árangurs sem og og nýrrar þekkingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála.