Hægt er að nýta upplýsingatækni til að fækka ónauðsynlegum ferðum og spara ferðakostnað og tíma starfsmanna, meðal annars með góðum fundarsíma, fjarfundabúnaði eða tölvupósti.
Fækka ferðum
Visthæfur bíll
Visthæfur bíll
Kröfur til leigu- og sendibílaþjónustu
Endurunnar og umhverfismerktar vörur
Margar vörur innihalda endurunnar afurðir, með því að velja fremur slíkar vörur hvetur þú til endurvinnslu. Umhverfismerktar vörur eru einnig í boði í mörgum verslunum. Kynntu þér umhverfismerkingar á vef Umhverfisstofnunar
Endurunnar og umhverfismerktar vörur
Meira grænmeti
Vistakstur
Með því að stunda vistakstur minnkar útblástur, umferðaröryggi eykst, slit á bílnum minnkar og eldsneytisnotkun minnkar, sem sparar peninga og dregur úr mengun. Einnig kemur í ljós að slíkur akstur sparar oftar en ekki tíma.
Vistakstur
Orkusparnaður
Það að velja orkunýtin rafmagnstæki og stilla skrifstofutæki á sparnaðarham sparar bæði orku og peninga.
Almenningssamgöngur
Kynntu þér hvort strætó getur ekki komið þér þangað sem þú ert að fara á hagkvæman og skjótan hátt á heimasíðu Strætó.
Almenningssamgöngur
Nægjusemi
Skoðaðu vandlega hvort þörf er fyrir viðkomandi vöru áður en hún er keypt.
Fækka bílferðum
Veltu fyrir þér áður en þú leggur af stað á bíl hvort mögulegt sé að sleppa ferðinni, samnýta hana í annað erindi eða nota annan samgöngumáta eins og t.d. að ganga eða hjóla.
Fækka bílferðum
Margnota
Notið ekki einnota hluti, eins og bolla, hnífapör og diska, því það eykur óþarfa auðlindanotkun, eykur úrgang og útblástur vegna flutninga.
Slökkva á raftækjum
Raftæki í biðstöðu (standby) eins og til dæmis sjónvörp geta eytt um 40% af þeirri orku sem notuð er þegar kveikt er á þeim. Gott er að koma fyrir millistykkjum þar sem mörg raftæki eru sem hægt er að slökkva á með einum takka.
Slökkva á raftækjum
Samkeyrsla
Það er oft skemmtilegra að ferðast með öðrum í bíl auk þess sem það gefur tækifæri til að deila kostnaði vegna akstursins. Þú getur kannað hvort vinnufélagar þínir eiga heima í nágrenni við þig og stungið upp á að þið keyrið saman í vinnuna.
Án nagladekkja
Áætlað hefur verið að fólksbíll á nagladekkjum spæni upp hálfu tonni af malbiki á ári og þyrli upp allt að 10 kg af svifryki. Veldu ónegld dekk þegar þú kaupir dekk undir bílinn þinn.
Án nagladekkja
Flokkun úrgangs
Hefur í för með sér minni kostnað og álag á umhverfið. Í umhverfisstarfi fyrirtækja er auðvelt að byrja á flokkun úrgangs.
Lækka hita
Lækkaðu á ofnum yfir sumartímann og þegar þú ert í burtu (í samráði við umsjónarmann hússins). Með hverri gráðu sparast orka.
Lækka hita
Jarðgerð
Með því að jarðgera matarleifar á réttan hátt og annað sem fellur til af lífrænum úrgangi í garðinum og á heimilinu getur þú dregið úr urðun og fengið um leið góðan lífrænan áburð.
Ganga
Kannanir hafa sýnt að um þriðjungur ferða Reykvíkinga er styttri en 1 km og á um 15 mín má ganga þá vegalengd. Með því að ganga rösklega 30 mín á dag getur þú bætt heilsuna.
Ganga
Hengja upp þvottinn
Þurrkarar nota mikið rafmagn og slíta þvottinum meira þannig að vefnaðarvaran endist skemur.
Kolefnisjöfnun
Vinna má á móti óhjákvæmilegri kolefnislosun með kolefnisjöfnun.
Kolefnisjöfnun
Nýtni
Hér áður var nýtni svo mikil að engu mátti henda sem að gagni gat komið. Nýttu vel það sem keypt hefur verið, það er gott fyrir budduna og umhverfið.
Orkusparnaður
Það að velja orkunýtin rafmagnstæki og stilla skrifstofutæki á sparnaðarham sparar bæði orku og peninga.
Orkusparnaður
Slökkva ljós
Þegar dagsbirtu nýtur má auðveldlega spara ljósanotkun. Ljós í mannlausum herbergjum er sóun á orku og peningum.
Sparperur
Þær nota allt að 80% minna rafmagn og duga allt að 10 sinnum lengur. Mikil þróun hefur orðið í hönnun sparpera og má nú fá perur fyrir allar tegundir perustæða í mismunandi lit frá gulu yfir í hvítt.
Sparperur
Umhverfismerkt vara og þjónusta
Sífellt auðveldara er að nálgast umhverfismerktar vörur, t.d. pappír og hreinlætisvörur, auk þess sem fleiri aðilar bjóða umhverfismerkta þjónustu. Kröfur umhverfismerkja ná líka til flutninga og loftslagsmála.
Kaup á orkunýtnum raftækjum
Með því að kaupa orkunýtin heimilistæki sparast rafmagn. Söluaðilum raftækja á Íslandi ber skylda til að merkja ísskápa, frystikistur- og skápa, þvottavélar, uppþvottavélar, eldavélar og þurrkara eftir orkunýtni þeirra. Raftækin eru merkt A til G þar sem A hefur besta nýtni en G lakasta.
Kaup á orkunýtnum raftækjum
Dropinn holar steininn
Fái birgjar og fyrirtæki ábendingar um leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum sínum úr mörgum áttum eru þau líklegri til að bregðast við. Verum ófeimin við að benda á hvað má betur fara.