Entries by Kristín Helga Schiöth

Jafnréttisstofa komin með þrjú skref

Jafnréttisstofa lauk í gær þriðja Græna skrefinu og heldur ótrauð áfram í vinnunni við það fjórða og fimmta. Okkur sem störfum við Grænu skrefin finnst alltaf gaman að komast í staðúttektir og sjá hvernig vinnustaðir útfæra ýmsar aðgerðir. Jafnréttisstofa hefur skipt öllum einnota batteríum út fyrir endurhlaðanleg batterí og eru með þetta einfalda kerfi til […]

Umboðsmaður skuldara lýkur fimmta skrefinu

Umboðsmaður skuldara hefur nú lokið við  fimmta og síðasta skrefið í verkefni Grænna skrefa í ríkisrekstri. Verkefnið hefur gengið vel og fær embættið hrós fyrir hversu hratt og vel var unnið að innleiðingu skrefanna fimm, eftir að vinna við innleiðinguna hófst. Embættið fékk fyrsta skrefið staðfest þann 12.júlí 2021, annað skrefið í október, það þriðja […]

Fimmta skref Sýslumannsins á Suðurnesjum

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum lauk fimmta og síðasta skrefinu á dögunum. Meðal þess sem embættið hefur unnið að, er að vera með dagatal yfir umhverfisviðburði yfir árið. Sem dæmi má nefna að farið er í flokkunarátak árlega, úrgangur vigtaður og haldið upp á samgönguvikuna sem er í september. Það er góð hugmynd að útbúa umhverfisdagatal fyrir […]

Hreinsunaraðgerðir með aðkomu Landhelgisgæslunnar á Hornströndum

Í fjórða skrefi Grænna skrefa er ein aðgerð sem hljóðar svo: Við tökum þátt í stærri verkefnum sem snúa að umhverfisvernd s.s. strandhreinsun, Samgönguviku, Degi íslenskrar náttúru eða Degi umhverfisins, a.m.k einu sinni á ári.  Landhelgisgæsla Íslands getur merkt við þessa aðgerð með góðri samvisku, þar sem stofnunin tekur árlega þátt í hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni […]

Grænu skrefin og hringrásarhagkerfið

Stór hluti aðgerða Grænu skrefanna hafa með hringrásarhagkerfið að gera, þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi, með því að neyta minna, deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna. Dæmi um aðgerðir Grænna skrefa sem tengjast hugmyndinni um hringrásarhagkerfi eru að; nota ekki einnota borðbúnað eða einstaklingsinnpökkun […]

Græn skref – lifandi verkefni

Stöðugt fleiri ríkisaðilar ljúka nú við fimmta og síðasta Græna skrefið og er oft spurt; hvað svo? Það er eðlilegt að sú spurning vakni, enda eru umhverfismál eilífðarverkefni sem ekki er hægt að ljúka fyrir fullt og allt, heldur þarf stöðugt að vinna að því að gera betur og vera vakandi. Það eru nokkur veigamikil […]

Málþing um umhverfisvænni mötuneyti – upptaka

Þann tíunda maí stóð teymi hringrásarhagkerfis Umhverfisstofnunar fyrir málþingi um umhverfisvænni mötuneytisrekstur. Tilefni málþingsins voru nýútgefnar leiðbeiningar okkar um umbúðanotkun og minni matarsóun í mötuneytum, þær má finna undir vinnugögn á heimasíðu Grænna skrefa. Við vekjum sérstaka athygli á veggspjaldi sem var hannað við sama tilefni þar sem nokkrar vel valdar aðgerðir eru dregnar fram. […]

Málþing um umhverfisvænni mötuneyti 10. maí og nýtt fræðsluefni fyrir mötuneyti

Þann 10. maí næstkomandi stendur teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun fyrir málþingi um umhverfisvænni mötuneyti. Málþingið verður öllum opið og streymt í gegnum Teams milli 14:00 og 15:00 á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar. Hlekkinn má finna hér.  Við munum hlýða á fjögur áhugaverð erindi sérfræðinga, rekstraraðila og neytenda og munu erindin snerta á kolefnisspori matvæla, matarsóun, umbúðanotkun, Svansvottun […]

Hjólað í vinnuna og samgöngusamningar

Við vekjum athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna og hvetjum alla vinnustaði til að skrá lið sín til keppni. Flest þekkjum við Hjólað í vinnuna, enda keppnin orðin rótgróin, en hún er á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Keppnin stendur yfir frá 4. maí til 24. maí, og því um að […]

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta

Við í Grænum skrefum vekjum athygli ríkisaðila á að Orkusjóður auglýsir nú styrki til orkuskipta árið 2022. Hægt er að sækja um í 5 flokkum; bættri orkunýtingu, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metani, hleðslustöðvum fyrir samgöngur og orkuskiptum í haftengdri starfsemi. Styrkir geta hæst numið 33% af áætluðum stofnkostnaði og umsóknarfrestur er […]