Entries by Kristín Helga Schiöth

Málþing um umhverfisvænni mötuneyti 10. maí og nýtt fræðsluefni fyrir mötuneyti

Þann 10. maí næstkomandi stendur teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun fyrir málþingi um umhverfisvænni mötuneyti. Málþingið verður öllum opið og streymt í gegnum Teams milli 14:00 og 15:00 á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar. Hlekkinn má finna hér.  Við munum hlýða á fjögur áhugaverð erindi sérfræðinga, rekstraraðila og neytenda og munu erindin snerta á kolefnisspori matvæla, matarsóun, umbúðanotkun, Svansvottun […]

Hjólað í vinnuna og samgöngusamningar

Við vekjum athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna og hvetjum alla vinnustaði til að skrá lið sín til keppni. Flest þekkjum við Hjólað í vinnuna, enda keppnin orðin rótgróin, en hún er á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Keppnin stendur yfir frá 4. maí til 24. maí, og því um að […]

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta

Við í Grænum skrefum vekjum athygli ríkisaðila á að Orkusjóður auglýsir nú styrki til orkuskipta árið 2022. Hægt er að sækja um í 5 flokkum; bættri orkunýtingu, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metani, hleðslustöðvum fyrir samgöngur og orkuskiptum í haftengdri starfsemi. Styrkir geta hæst numið 33% af áætluðum stofnkostnaði og umsóknarfrestur er […]

Minnum á skil á Grænu bókhaldi

Nú styttist í að fari að vora og við vitum öll hvað það þýðir – árleg skil á Grænu bókhaldi, en frestur til að skila inn upplýsingum fyrir árið 2021 rennur út 1. apríl 2022. Græna bókhaldið er mikilvægt tæki fyrir stofnanir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar frá starfsemi þeirra. Græna bókhaldið […]

Strætó hættir með pappírsmiða – munið að fá þeim breytt fyrir 31. mars

Strætó hættir að taka við pappírsmiðum í dag, 1. mars. Margir vinnustaðir á höfuðborgarsvæðinu hafa haft það sem reglu að eiga til pappírsmiða sem starfsfólk getur nýtt sér á vinnutíma, og þannig stuðlað að umhverfisvænni samgöngunotkun. Nú þarf að fara nýjar leiðir í þeim efnum,  Strætó bendir á Klapp-tíuna sem er 10 miða kort sem […]

Grænmetisfæði alla daga hjá starfsfólki Menntaskólans á Akureyri

Stór hluti aðgerða Grænu skrefanna snýr að fæði starfsfólks, og það er góð ástæða fyrir því. Við getum haft mikil áhrif á kolefnisspor okkar með vali á fæðutegundum og með því að sporna gegn matarsóun. Meðal þess sem Grænu skrefin leggja til er að auka úrval grænkerarétta, hafa umhverfisvænasta réttinn efst á matseðli (þegar fleiri […]

Fögnum baununum!

Í gær, þann 10. febrúar, var alþjóðlegur dagur belgjurta – eða þess sem við köllum baunir í daglegu tali hér á Íslandi. Það eru margar góðar ástæður fyrir að hampa þessari mikilvægu og góðu fæðu og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt fólk til að auka neyslu belgjurta vegna þess hve heilsusamlegar þær eru […]

Fjölbrautarskólinn í Garðabæ tekur fimmta skrefið

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ lauk fimmta Græna skrefinu á dögunum með glæsibrag. Öll verkefni sem viðkoma umhverfismálum eiga það sameiginlegt að vera eilífðarverkefni, og Grænu skrefin eru þar engin undantekning. Þrátt fyrir að stofnun ljúki fimmta skrefinu heldur vinnan áfram og starfsfólk og nemendur FG eru meðvituð um að lengi má gott bæta – flokkunarhlutfall úrgangs […]

Jólaskref hjá Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa nýtti tímann vel milli jóla og nýárs og bókaði úttekt á skrefum tvö, þrjú og fjögur. Það er skemmst frá því að segja að úttektin gekk eins og í sögu og Fjarskiptastofa þremur skrefum ríkari eftir daginn í dag. Við óskum jólasveinunum í Fjarskiptastofu til hamingju með árangurinn og velfarnaðar á nýju ári!

Heilbrigðisstofnun Norðurlands lýkur sjö fyrstu skrefum fyrir jól

Starfsfólk Grænu skrefanna fær heldur betur að kynnast því vel hversu fjölbreytt starf fer fram í ríkisstofnunum og fyrirtækjum i meirihluta ríkiseigu, og hversu ólík þau eru þegar kemur að stærð, umfangi og fjölda starfsstöðva. Núna í desember stigu sjö stærstu starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fyrsta skrefið, starfstöðvarnar á Akureyri (heilsugæslan og heimahjúkrun), Dalvík, Blönduósi, Húsavík, […]