Entries by Kristín Helga Schiöth

Grænt upplýsingaborð fyrir tengiliði Grænna skrefa

Við endurtökum leikinn og bjóðum tengiliðum Grænna skrefa að nýta sér opið upplýsingaborð sem haldið verður næsta mánudag, þann 6. desember, milli kl. 10-12. Tengiliðir hafa fengið boð á upplýsingaborðið í tölvupósti þar sem hægt er að skrá sig inn á upplýsingaborðið á fyrrgreindum tíma. Innan þessa tímaramma mun starfsfólk Grænna skrefa vera tilbúið að […]

Mennta- og menningarmálaráðuneytið klárar fimmta skrefið

Eitt af síðustu verkum Lilju Alfreðsdóttur sem Mennta- og menningarmálaráðherra var að taka við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur innleitt öll fimm Grænu skrefin. Afhendingin fór fram um miðjan nóvember en ráðuneytið skráði sig til leiks árið 2018 og verkefnið því innleitt í ráðherratíð Lilju. Við óskum ráðuneytinu og starfsfólki öllu […]

Nýtnin í fyrirrúmi hjá Úrvinnslusjóði

Úrvinnslusjóður lauk á dögunum fyrstu þremur skrefunum á einu bretti, við óskum stofnuninni til hamingju með það. Úrgangur eru ær og kýr Úrvinnslusjóðs og starfsfólk leggur mikið kapp á að minnka úrgang og nýta allt sem best. Eldhússtólarnir í kaffistofu Úrvinnslusjóðs fengu yfirhalningu á þessu ári, og voru yfirdekktir í stað þess að skipta þeim […]

Grænt upplýsingaborð

Tengiliðir Grænna skrefa hafa fengið boð í tölvupósti á opið upplýsingaborð á Teams sem haldið verður næsta miðvikudag, þann 17. nóvember kl. 13:30-15:30. Innan þessa tímaramma mun starfsfólk Grænna skrefa vera tilbúið að svara öllum spurningum er við koma Grænu skrefunum, loftslagsstefnum og aðgerðaráætlunun. Opið upplýsingaborð (e. help-desk) er með því fyrirkomulagi að fólk getur […]

Frjóir hugar í Grænum skrefum – aðgerðavinna á Morgunfundi

Á Morgunfundi Grænna skrefa sem haldinn var þann 5. nóvember sl. var þátttakendum skipt niður á borð þar sem þeir gátu deilt reynslu af innleiðslu skrefanna, gefið góð ráð og rætt næstu skref. Lagt var fyrir verkefni þar sem þátttakendurnir hugsuðu upp aðgerðir sem styðja við markmið um samdrátt um losun. Það var ljóst að […]

Súkkulaðiskref Vatnajökulsþjóðgarðs

Í byrjun mánaðarins luku allar starfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðar fjórða skrefinu. Þær eru hvorki meira né minna en átta talsins og dreifðar vítt og breitt um landið;  Gljúfrastofa, Mývatn, Snæfellsstofa, Fellabær, Gamlabúð, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Skaftárstofa.  Það fylgja því eflaust aðrar áskoranir að vinna að skrefunum á svo dreifðum og fámennum starfsstöðvum en í mörgum öðrum ríkisstofnunum […]

Háskólinn á Akureyri lýkur þriðja og fjórða skrefi á einu bretti

Það er heldur betur gangur í umhverfismálum hjá ríkisstofnunum þessi dægrin og í dag steig Háskólinn á Akureyri þriðja og fjórða skrefið í einu með glæsibrag. Í Háskólanum á Akureyri er metnaðarfullt umhverfisráð, skipað bæði starfsfólki og nemendum, sem heldur utan um umhverfismál í skólanum. Ráðið gaf út þetta fróðlega og skemmtilega myndband nýlega, þar […]