Entries by Hjördís Sveinsdóttir

Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur fjórða skrefið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga lauk úttekt á fjórða Græna skrefinu í ágúst og á því aðeins eitt skref eftir. Umhverfisstarf þeirra er fjölbreytt, en þau eru til dæmis með rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla, gott úrval af lífrænum matvælum á kaffistofu starfsfólks og endurnýta notaða matarolíu í dýrafóður. Við óskum þeim innilega til hamingju með flottan árangur! Á myndinni […]

Fimmta skref Náttúruminjasafns Íslands

Náttúruminjasafn Íslands steig í síðustu viku fimmta og síðasta skrefið. Stofnunin hefur lengi verið umhugað um umhverfismál og var því góður grunnur til staðar þegar vinna hófst við Grænu skrefin. Þó hefur stofnunin náð ýmsum sigrum síðan vinnan við Grænu skrefum, en til að mynda náðu þau 80% flokkunarhlutfalli samkvæmt Grænu bókhaldi 2021, sem er […]

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kominn með fimm skref

Fyrr í júlí kláraði Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra úttekt á fimmta og síðasta skrefinu. Síðan vinnan hófst við skrefin hjá embættinu hafa þau náð frábærum árangri og sést það vel þegar litið er á Græna bókhaldið. Þar er helst að nefna flokkun sem hefur aukist umtalsvert, en þau hafa einnig dregið úr magni úrgangs í […]

Harpa komin með fimm Græn skref

Harpa hefur lokið fimmta og síðasta Græna skref og tók á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun mánudaginn 4. júlí 2022. Til að ná skrefunum fimm hefur Harpa innleitt fjölmargar aðgerðir, meðal annars: Útbúið aðgerðaáætlun í loftlagsmálum fyrir árin 2022 – 2024, en með henni eru settar fram aðgerðir til þess að styðja við markmið um endurvinnsluhlutfall […]

RÚV klárar 2. skrefið

Starfsstöð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti kláraði annað skrefið nú á dögunum með glæsibrag! Til þess að ná skrefinu hafa þau meðal annars skilað Grænu bókhaldi og sett sér ítarlega loftlagsstefnu með mælikvörðum. Þá hafa þau einnig skuldbundið sig til þess að fjárfesta í kolefnisbindingarverkefnum sem svarar til reiknaðrar losunar hvers árs. Við óskum RÚV til hamingju […]

Græn nýsköpun hjá hinu opinbera

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í Grósku og í streymi á milli klukkan 9:00 og 15:30 þann 17. maí næstkomandi. Markmið viðburðarins er að hvetja til aukinnar nýsköpunar hjá hinu opinbera og er þemað í ár græn nýsköpun. Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum erindum, bæði reynslusögum og nýjum tækifærum.   Við hvetjum tengiliði Grænna skrefa að […]

Frumlegir skiptimarkaðir

Það er hægt að fara margar leiðir til þess að uppfylla aðgerð um skiptistöð í skrefi 4. Stofnanir hafa sett upp skiptimarkað fyrir föt, öskudagsbúninga, bækur eða jafnvel púsluspil. Starfsmannafélag Umhverfisstofnunar í Reykjavík hefur efnt til plöntu-potta-fræ og afleggjara skiptimarkaðs. Starfsfólk er hvatt til að mæta með afleggjara af plöntum, gamla potta sem þau hafa […]

Alþjóðlegur dagur jarðar í dag

Alþjóðlegur dagur jarðar er í dag, 22. apríl. Fyrsti Dagur jarðar var haldinn árið 1970 í Bandaríkjunum en hefur frá 1990 verið haldinn alþjóðlega. Í ár er þema dagsins „fjárfestum í plánetunni okkar“ með það að markmiði að hvetja fyrirtæki til að stunda sjálfbærari viðskiptahætti og setja upp góðar UFS (e. ESG) upplýsingar. Sömuleiðis er […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi klárar fyrstur allra sýslumannsembætta

Sýslumaðurinn á Vesturlandi lauk fimmta og síðasta Græna skrefinu í lok mars, en þau eru fyrsta sýslumannsembættið hefur stigið fimmta skrefið og jafnframt fyrsta sýslumannsembættið sem steig fyrsta skrefið á sínum tíma. Starfsfólk Sýslumannsins á Vesturlandi gerði sér glaðan dag og fögnuðu áfanganum á hverri starfsstöð. Það er alltaf ánægjulegt að sjá hversu mikinn metnað […]

Mikill gangur í Grænum skrefum í febrúar og mars

Starfsfólk Grænna skrefa hefur ekki látið sér leiðast síðustu tvo mánuði enda mikill metnaður í skrefunum hjá ríkisaðilum. Eftirfarandi starfsstöðvar ríkisstofnana og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins hafa tekið Grænt skref í febrúar og/eða mars og við óskum þeim til hamingju með flottan árangur! Nafn stofnunar Starfsstöð Skref Alþingi Reykjavík 5 Dómstólasýslan Suðurlandsbraut 3 Embætti landlæknis […]

Spörum orku yfir páskana

Nú styttist í páskafrí og þá er um að gera að fara að huga að orkusparnaði á meðan fríi stendur. Við vitum að það þarf að slökkva ljósin, en hvað fleira? Við höfum útbúið tékklista með orkusparandi aðgerðum og við hvetjum þátttakendur til að setjast niður með umsjónaraðila eða þann sem sér um húsnæðið til […]