Entries by Hjördís Sveinsdóttir

Nýtt myndband Grænna skrefa

Nýtt kynningarmyndband Grænna skrefa er komið út. Myndbandið er hugsað til þess að auðvelda teymi Grænna skrefa innan stofnana til þess að kynna verkefnið fyrir samstarfsfólki sínu og er tilvalið að sýna það á starfsmannafundi. Í myndbandinu er farið yfir hver tilgangur Grænna skrefa er, ásamt yfirferð á flokkunum sem aðgerðirnar skiptast í. Myndbandið má […]

Náttúruhamfaratrygging Íslands klárar skrefin fimm!

Náttúruhamfaratrygging Íslands skráðu sig til leiks í byrjun september 2021 og eru nú búin með öll fimm skrefin. Fyrsta skrefinu luku þau fyrir tæpum mánuði og á fimmtudaginn sl. kláruðu þau úttekt á rest. Þau hafa ráðist í verkefnið af krafti og gert þær breytingar sem þarf á ótrúlega stuttum tíma. Þau hafa meðal annars […]

Jólagjafir til starfsfólks

Nú er tæpur mánuður til jóla og stjórnendur stofnana og fyrirtækja sennilega farnir að huga að jólagjöfum til starfsfólks. Græn skref hafa tekið saman nokkrar hugmyndir um umhverfisvænni gjafir til starfsfólks. Þessar hugmyndir uppfylla jafnframt aðgerð um um gjafir til stafsfólks í skrefi fjögur í gátlistanum. Upplifanir. Margir vinnustaðir gefa upplifanir í jólagjöf. Þá getur […]

Nýtnivikan og uppfært vinnugagn

Evrópska Nýtnivikan hófst þann 20. nóvember og stendur yfir til 28. nóvember. Af því tilefni höfum við í Grænu skrefunum uppfært vinnugagn um hvað stofnanir geta gert í tilefni hennar, en það skjal má nálgast hér. Dagskrá Nýtnivikunnar má finna hér, en þema vikunnar í ár eru hringrásarsamfélög. Á starfsstöð Umhverfisstofnunar í Reykjavík höfum við […]

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra stíga tvö skref

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra steig á dögunum fyrsta og annað skrefið samtímis. Þau mega vera stolt af vinnunni við skrefin, en sem dæmi má nefna að við vinnustaðinn er glæsilegt hjólaskýli með hjólabogum, þau standa sig vel í flokkun og þessa skemmtilegu poka með táknmálsstafrófinu nota þau til innkaupa á smávöru. Við óskum þeim innilega […]

Morgunfundur Grænna skrefa 2021

Morgunfundur Grænna skrefa 2021 verður haldinn föstudaginn 5. nóvember n.k.. Að þessu sinni er áhersla lögð á loftslagsstefnur og aðgerðaáætlanir og verða erindi og borðaverkefni því tengd. Okkar eigin Kristín Helga Schiöth mun byrja á að fara yfir það helsta sem þarf að hafa í huga við skipulagningu umhverfisvænni viðburða. Eygerður Margrétardóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi […]

Ný orkumerki Evrópusambandsins og uppfærður gátlisti

Orkumerki Evrópusambandsins hafa tekið breytingum og eru nú á kvarðanum A-G á meðan orkunýtniflokkarnir A+, A++ og A+++ víkja. Nýi kvarðinn er strangari og er hannaður á þann veg að mjög fáar vörur í dag eru í flokki A, en það gefur rými fyrir betri orkunýtingu í framtíðinni. Orkunýtnustu raftæki dagsins í dag eru oftast […]

Menntaskólinn á Egilsstöðum stígur 3. og 4. skrefið!

Við óskum Menntaskólanum á Egilsstöðum til hamingju með að hafa stigið þriðja og fjórða Græna skrefið í september. Það er vel við hæfi að skólinn hlaut skrefin í upphafi Virðingarviku, en dagskrá vikunnar samanstóð meðal annars af vígslu á nýju reiðhjólaskýli og rafhleðslustæði, sem og kynningu á samgöngusamning og samgöngupott fyrir starfsfólk og nemendur. Skólinn […]