Entries by Hildur Harðardóttir

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra stígur 3. skrefið

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra skráði sig í verkefnið í lok september á þessu ári og hefur á undraverðum tíma lokið við fyrstu þrjú skrefin! Skólinn hefur gert greiningu á sorpmálum skólans og unnið að því að bæði draga úr myndun úrgangs en jafnframt að koma honum til endurvinnslu og endurnýtingar. Við óskum þeim innilega til hamingju […]

Fiskistofa komin með 1. skrefið!

Fiskistofa lauk fyrsta græna skrefinu á öllum sínum starfsstöðvum – Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Höfn og Akureyri – nú í haust og stefna ótrauð áfram. Vegna faraldursins fóru úttektirnar fram í gegnum fjarfundabúnað og einnig viðurkenningarafhendingin eins og sést á meðfylgjandi mynd. Græna teymið hjá Fiskistofu samanstendur af tengiliðum á hverri starfsstöð sem hafa tekið verkefninu […]

Velkomin, Sinfóníuhljómsveit Íslands!

Virkilega gaman að fá til leiks í Grænu skrefunum sjálfa Sinfóníuhljómsveit Íslands! Sinfónían er til húsa í Hörpu og eru starfsmenn 109 talsins. Sinfónían var stofnuð árið 1950 og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hlökkum til að stíga græn skref með ykkur!

Lyfjastofnun skráð til leiks

Lyfjastofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og þar starfa 75 manns. Helsta hlutverk hennar er að skrá lyf (gefa út markaðsleyfi fyrir lyf) á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjaiðnaðinum á Íslandi og tryggja faglega og hlutlausa upplýsingagjöf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Við bjóðum stofnunina velkomna til […]

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra

Við bjóðum Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra velkominn í Grænu skrefin og hlökkum til samstarfsins! Fjölbrautarskólinn, sem staðsettur er á Sauðárkróki, var stofnsettur árið 1979 og  starfa þar 64 manns. Skólinn upp á bæði bóknám, iðnnám, starfsnám og fleira.

Framhaldsskólinn á Húsavík stígur Græna skrefið

Við bjóðum Framhaldsskólann á Húsavík hjartanlega velkominn í Grænu skrefin. Skólinn var stofnaður 1. apríl 1987 og er hann bóknámsskóli sem starfar eftir áfangakerfi.  Einkunnarorð skólans eiga vel við í mótun sjálfbærs samfélags, frumkvæði – samvinna – hugrekki, en það er akkúrat það sem þarf til. Hlökkum til að taka með ykkur skrefin!

Veljum grænu leiðina

Í dag hefst Evrópsk samgönguvika og þema ársins er Veljum grænu leiðina!  Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum […]

Framhaldsskólinn á Laugum skráður til leiks

Við bjóðum Framhaldsskólann á Laugum velkominn í Grænu skrefin! Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 þegar Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Hlökkum til að stíga skrefin með ykkur.    

Fjársýslan tekur við 3. skrefinu

Frá vinstri: Linda Einarsdóttir, Sunna Þórsdóttir, Hrannar Bogi Jónsson, Vilborg Hólmjárn, Stefanía Ragnarsdóttir, Hildur Harðardóttir hjá Umhverfisstofnun, Jóhann Halldórsson og Ragnheiður K. Gunnarsdóttir. Í dag tók græna teymi Fjársýslunnar við þriðja Græna skrefinu. Innleiðingin hefur gengið mjög vel fyrir sig en þau tóku á móti fyrsta skrefinu í september 2019 og stefna á að ljúka […]

Bjóðum Hugverkastofuna velkomna um borð!

Við bjóðum Hugverkastofuna velkomna í Grænu skrefin! Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (www.hugverk.is). Hjá Hugverkastofunni starfa 38 starfsmenn og eru þau til húsa að Engjateigi 3 í Reykjavík. Við hlökkum […]

1. skref Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa tók í dag við viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið í höfuðstöðvum sínum á Borgum á Akureyri. Innleiðingin hefur gengið vel fyrir sig og greinilegt að hópurinn er vel samstilltur. Sjö starfsmenn starfa á skrifstofunni að Borgum en einn starfsmaður er með aðsetur á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu í höfuðborginni. Við óskum Jafnréttisstofu innilega til […]

„Ég fer í fríið, ég fer í fríið…“

Það er alltaf gott að hafa nokkur atriði í huga í sumarfrágangi áður en starfsmenn fara í frí. Gætum þess að vera ekki að nýta auðlindirnar okkar, hita og rafmagn, á meðan enginn er að „njóta“ þeirra Einnig viljum við taka fram að þjónusta við Grænu skrefin verður skert í júlí en þó er hægt […]