Entries by Hildur Harðardóttir

1. skref Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa tók í dag við viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið í höfuðstöðvum sínum á Borgum á Akureyri. Innleiðingin hefur gengið vel fyrir sig og greinilegt að hópurinn er vel samstilltur. Sjö starfsmenn starfa á skrifstofunni að Borgum en einn starfsmaður er með aðsetur á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu í höfuðborginni. Við óskum Jafnréttisstofu innilega til […]

„Ég fer í fríið, ég fer í fríið…“

Það er alltaf gott að hafa nokkur atriði í huga í sumarfrágangi áður en starfsmenn fara í frí. Gætum þess að vera ekki að nýta auðlindirnar okkar, hita og rafmagn, á meðan enginn er að „njóta“ þeirra Einnig viljum við taka fram að þjónusta við Grænu skrefin verður skert í júlí en þó er hægt […]

Sjúkratryggingar Íslands skráðar til leiks

Sjúkratryggingar Íslands hafa nú skráð sig til leiks í Grænu skrefunum. Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands er að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Hjá stofnuninni starfa í dag 129 manns og bjóðum við þau hjartanlega velkomin í verkefnið og hlökkum til að fylgja þeim í skrefunum.

Þjóðskjalasafn Íslands lauk 4 skrefum í einu!

Fyrir rétt rúmu ári var Þjóðskjalasafn Íslands skráð til leiks í Grænu skrefunum, en í dag tóku þau við viðurkenningu fyrir fjögur skref á einu bretti! Græni hópurinn, undir styrkri leiðsögn Önnu Elínborgar Gunnarsdóttur sviðsstjóra, hefur fylgt eftir innleiðingu skrefanna í starfsseminni og hefur það verið aðdáunarvert að fylgjast með jákvæðni og röggsemi hópsins. Á […]