Entries by Hildur Harðardóttir

Framhaldsskólinn á Húsavík stígur Græna skrefið

Við bjóðum Framhaldsskólann á Húsavík hjartanlega velkominn í Grænu skrefin. Skólinn var stofnaður 1. apríl 1987 og er hann bóknámsskóli sem starfar eftir áfangakerfi.  Einkunnarorð skólans eiga vel við í mótun sjálfbærs samfélags, frumkvæði – samvinna – hugrekki, en það er akkúrat það sem þarf til. Hlökkum til að taka með ykkur skrefin!

Veljum grænu leiðina

Í dag hefst Evrópsk samgönguvika og þema ársins er Veljum grænu leiðina!  Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum […]

Framhaldsskólinn á Laugum skráður til leiks

Við bjóðum Framhaldsskólann á Laugum velkominn í Grænu skrefin! Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 þegar Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Hlökkum til að stíga skrefin með ykkur.    

Fjársýslan tekur við 3. skrefinu

Frá vinstri: Linda Einarsdóttir, Sunna Þórsdóttir, Hrannar Bogi Jónsson, Vilborg Hólmjárn, Stefanía Ragnarsdóttir, Hildur Harðardóttir hjá Umhverfisstofnun, Jóhann Halldórsson og Ragnheiður K. Gunnarsdóttir. Í dag tók græna teymi Fjársýslunnar við þriðja Græna skrefinu. Innleiðingin hefur gengið mjög vel fyrir sig en þau tóku á móti fyrsta skrefinu í september 2019 og stefna á að ljúka […]

Bjóðum Hugverkastofuna velkomna um borð!

Við bjóðum Hugverkastofuna velkomna í Grænu skrefin! Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (www.hugverk.is). Hjá Hugverkastofunni starfa 38 starfsmenn og eru þau til húsa að Engjateigi 3 í Reykjavík. Við hlökkum […]

1. skref Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa tók í dag við viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið í höfuðstöðvum sínum á Borgum á Akureyri. Innleiðingin hefur gengið vel fyrir sig og greinilegt að hópurinn er vel samstilltur. Sjö starfsmenn starfa á skrifstofunni að Borgum en einn starfsmaður er með aðsetur á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu í höfuðborginni. Við óskum Jafnréttisstofu innilega til […]

„Ég fer í fríið, ég fer í fríið…“

Það er alltaf gott að hafa nokkur atriði í huga í sumarfrágangi áður en starfsmenn fara í frí. Gætum þess að vera ekki að nýta auðlindirnar okkar, hita og rafmagn, á meðan enginn er að „njóta“ þeirra Einnig viljum við taka fram að þjónusta við Grænu skrefin verður skert í júlí en þó er hægt […]

Sjúkratryggingar Íslands skráðar til leiks

Sjúkratryggingar Íslands hafa nú skráð sig til leiks í Grænu skrefunum. Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands er að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Hjá stofnuninni starfa í dag 129 manns og bjóðum við þau hjartanlega velkomin í verkefnið og hlökkum til að fylgja þeim í skrefunum.

Þjóðskjalasafn Íslands lauk 4 skrefum í einu!

Fyrir rétt rúmu ári var Þjóðskjalasafn Íslands skráð til leiks í Grænu skrefunum, en í dag tóku þau við viðurkenningu fyrir fjögur skref á einu bretti! Græni hópurinn, undir styrkri leiðsögn Önnu Elínborgar Gunnarsdóttur sviðsstjóra, hefur fylgt eftir innleiðingu skrefanna í starfsseminni og hefur það verið aðdáunarvert að fylgjast með jákvæðni og röggsemi hópsins. Á […]