Entries by Gró Einarsdóttir

Fiskistofa komin með 2 skref um allt land

Við óskum Fiskistofu til hamingju með að vera komin með 2. Græna skrefið. Fiskistofa er með starfssöðvar út um allt land og hafa þær allar hlotið viðurkenningu fyrir 2. skrefið. Til hamingju Hafnafjörður, Akureyri, Höfn, Vestmannaeyjar, Stykkishólmur og Ísafjörður! Okkur langar til þess að hrósa Fiskistofu sérstaklega fyrir að nýta Grænu skrefin til þess að […]

Leiðarvísir að betri samgöngusamningi kominn út!

Við erum mjög spennt að kynna fyrir ykkur nýjan leiðarvísi að betri samgöngusamningi. Um er að ræða bækling sem gefinn er út af Grænum skrefum til að aðstoða vinnustaði við að gera enn betri samgöngusamninga. Samgöngusamningar eru afar mikilvægir þar sem ferðir starfsmanna til og frá vinnu oftast langstærsti losunarvaldurinn sem tengist venjulegri skrifstofustarfsemi. Samgöngusamningurinn […]

Menntaskólinn í Kópavogi mættur til leiks!

Við bjóðum starfsfólk Menntaskólans í Kópavogi velkomna í Græn skref. Hjá Menntaskólanum í Kópavogi starfa 103 einstaklingar þannig að það munar um minna. Auk þess geta starfsmenn haft góð áhrif á allan þann fjölda nemenda sem sækja skólann og virkjað kraft og vilja nemenda til breytinga. Við hlökkum til að feta með þeim grænan veg!

Landsvirkjun Mývatnssvæði klífa fimm skref í einu

Við viljum óska Landsvirkjun Mývatnssvæði með að hafa tekið fimm Græn skref. Landsvirkjun Mývatnssvæði á sérstakt hrós skilið fyrir að taka öll skrefin í einu. Oft er sagt að það sé eins og að borða fíl að sinna umhverfisstarfi. Og hvernig borðar maður fíl? Jú einn bita í einu. Grænu skrefin eru hönnuð til þess […]

Hugverkastofan fær afhent 1. Græna skrefið

Við óskum Hugverkastofu til hamingju með að hafa stigið 1. Græna skrefið. Til að taka fyrsta skrefið hefur Hugverkastofan meðal annars farið sparlega með rafmagn og pappír, flokkað vel og vandlega og notað vistvænar hreinsivörur. Hjá Hugverkastofu er góð aðstaða fyrir hjólafólk þar sem þau eru bæði með hjólaboga fyrir aftan húsið fyrir starfsmenn og […]

Harpa nýr þátttakandi í Grænu skrefunum

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhúsið okkar allra er búið að skrá sig til leiks í Grænu skrefunum. Við fögnum því og hlökkum mikið til að fylgjast með því hvernig Harpa stefnir að því að gera viðburðina sína Grænni og vænni. Velkomin í hópin!

Aðalbygging HÍ nær 3a Græna skrefinu

Í gær fékk Aðalbygging HÍ afhenda viðurkenningu fyrir að taka 2 og 3 Græna skrefið, en skrefunum var formlega náð í lok árs 2020. Innilega til hamingju! Í tilefni tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari mynd af því þegar ég (Gró) afhendi rektori Jóni Atla Benediktsyni formlega viðurkenningarskjalið. Fyrir aftan þau eru frá vinstri: Jón Sigurður Pétursson, […]

Vegagerðin í Borgartúni klárar 3. skrefið!

Það er viðeigandi að Vegagerðin í Borgartúni fagni nýju ári með því að halda upp á að þeir kláruðu þriðja græna skrefið sitt rétt fyrir jól. Áramótin gefa okkur nefnilega tækifæri til að horfa bæði tilbaka og fram á veginn. Vegagerðin getur því bæði horft stolt um öxl og haldið ótrauð áfram. Til að fagna […]

Þjóðskrá Íslands komin með fjögur skref!

Í ársskýrslu Þjóðskrár, sem kom út í júlí á þessu ári, kom fram að stofnunin steig nýverið sitt annað skref. Og nú, minna en 6 mánuðum seinna, er stofnunin búin að arka áfram og bæta við sig þriðja og fjórða skrefinu. Til hamingju! Í áðurnefndri ársskýrslu Þjóðskrár Íslands kom fram að 76% af úrgangi stofnunarinnar […]