Entries by Gró Einarsdóttir

Hugverkastofan fær afhent 1. Græna skrefið

Við óskum Hugverkastofu til hamingju með að hafa stigið 1. Græna skrefið. Til að taka fyrsta skrefið hefur Hugverkastofan meðal annars farið sparlega með rafmagn og pappír, flokkað vel og vandlega og notað vistvænar hreinsivörur. Hjá Hugverkastofu er góð aðstaða fyrir hjólafólk þar sem þau eru bæði með hjólaboga fyrir aftan húsið fyrir starfsmenn og […]

Harpa nýr þátttakandi í Grænu skrefunum

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhúsið okkar allra er búið að skrá sig til leiks í Grænu skrefunum. Við fögnum því og hlökkum mikið til að fylgjast með því hvernig Harpa stefnir að því að gera viðburðina sína Grænni og vænni. Velkomin í hópin!

Aðalbygging HÍ nær 3a Græna skrefinu

Í gær fékk Aðalbygging HÍ afhenda viðurkenningu fyrir að taka 2 og 3 Græna skrefið, en skrefunum var formlega náð í lok árs 2020. Innilega til hamingju! Í tilefni tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari mynd af því þegar ég (Gró) afhendi rektori Jóni Atla Benediktsyni formlega viðurkenningarskjalið. Fyrir aftan þau eru frá vinstri: Jón Sigurður Pétursson, […]

Vegagerðin í Borgartúni klárar 3. skrefið!

Það er viðeigandi að Vegagerðin í Borgartúni fagni nýju ári með því að halda upp á að þeir kláruðu þriðja græna skrefið sitt rétt fyrir jól. Áramótin gefa okkur nefnilega tækifæri til að horfa bæði tilbaka og fram á veginn. Vegagerðin getur því bæði horft stolt um öxl og haldið ótrauð áfram. Til að fagna […]

Þjóðskrá Íslands komin með fjögur skref!

Í ársskýrslu Þjóðskrár, sem kom út í júlí á þessu ári, kom fram að stofnunin steig nýverið sitt annað skref. Og nú, minna en 6 mánuðum seinna, er stofnunin búin að arka áfram og bæta við sig þriðja og fjórða skrefinu. Til hamingju! Í áðurnefndri ársskýrslu Þjóðskrár Íslands kom fram að 76% af úrgangi stofnunarinnar […]

Grænir sveinar koma arkandi til byggða

Það eru ekki bara stofnanir í ríkisrekstri og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins sem eru í óðaönn við að taka Græn skref. Jólasveinarnir hafa nefnilega tekið sig í gegn og arka núna grænum skrefum til bæja. Sem hluti af stefnumótunar– og ímyndarvinnu jólasveinanna hafa þeir ákveðið að taka upp ný og grænni nöfn:    Hleðslustaur kemur fyrstur með rafmagnaða orku  Ruslaplokka er iðin við að […]