Entries by Gró Einarsdóttir

Húrra! Þjóðskjalasafnið komið með 5. skref

Það eru alltaf mikil gleðitýðindi þegar stofnanir klára öll Grænu skrefin. Á dögunum lauk Þjóðskjalasafnið við fimmta skrefið og við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur! Skjalasafn sem nær í hillumetrum frá Reykjavík til Hveragerðis Ein af þýðingamestu aðgerðunum sem Þjóðskjalasafnið fór í til að ljúka fimmta skrefinu var að setja sér loftlagsstefnu […]

Gljúfrasteinn fagnar 1. Græna skrefinu

Á dögunum nældi Gljúfrasteinn sér í 1. Græna skrefið. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu en hefur verið starfrækt sem safn síðan 2004. Líkt og húsið sem reist var 1945 minnir umhverfisstarf Gljúfrasteins á fyrri tíma, þar sem nýtnin er höfð í fyrirhúmi og dregið er úr allri óþarfa sóun. Sumar aðgerðir […]

Fæðingarorlofssjóður flýgur í gegnum tvö skref í einu!

Líkt og storkurinn sem kemur með börnin flýgur nú Fæðingarorlofssjóður í gegnum fyrstu tvö skrefin. Fæðingarolofssjóður er undirstofnun Vinnumálastofnunnar, sem vinnur nú ötullega að því að koma öllum sínum starfsstöðvum víða um land í gegnum fyrstu tvö skrefin. Fæðingarorlofssjóður er staðsettur á Hvammstanga en þjónustar foreldra út um allt land. Þau hafa því löngu áður […]

Hugverkastofan hlýtur 2. Græna skrefið

Á dögunum hlaut Hugverkastofan viðurkenningu fyrir að ljúka 2. Græna skrefinu. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur! Til að ljúka skrefinu hefur Hugverkastofan meðal annars flokkað vel og vandlega, boðið upp á góða aðstöðu fyrir hjólafólk, skilað grænu bókhaldi og sett sér loftlagsttefnu. Þar kemur fram að Hugverkastofan mun í jöfnum skrefum, […]

Fjölbrautaskóli Suðurnesja kominn með 2. Græna skrefið

Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FSS) kláraði fyrir skömmu 2. Græna skrefið. Til hamingju! Það er rífandi gangur í verkefninu, þar sem það er ekki langt síðan FSS kláraði 1. Græna skrefið. Til að klára 2. skrefið hefur FSS hrint fjölmörgum aðgerðum í framkvæmd. Þar má nefna að endurvinnsluhlutfall skólans var komið upp í 60% árið 2020 og […]

Til hamingju FíV með 1. Græna skrefið!

Fyrir helgi kláraði Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FíV) 1. Græna skrefið. Allir þeir sem fylgjast með fréttum, og kannski sér í lagi fréttum um umhverfismál, vita að við sem samfélag erum að glíma við mörg mjög alvarleg umhverfismál, og stundum er auðvelt að missa móðinn og fyllast bölsýni. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt […]

Upptaka af upplýsingafundi um Grænt bókhald

Í gær héldum við upplýsingafund um Grænt bókhald. Einhverjir áttu í vandræðum með að komast á fundinn og bíða því spenntir eftir upptökunni á fundinum. Við getum glatt ykkur með því að núna er biðin loksins á enda. Dagskrá fundarins var eftirfarandi: Skilafrestur og viðmiðunarár Kennslumyndband um Græna bókhaldið og algengar spurningar Umfang, starfsstöðvar og […]

Framkvæmdasýsla ríkisins komin með 4 Græn skref

Við óskum Framkvæmdasýslu ríkisins innilega til hamingju með 3. og 4. Græna skrefið! Að vissu leyti gegna Framkvæmdasýsla ríkisins og Grænu skrefin svipuðu hlutverki. Hægt er að líkja báðum aðilum við kóngulóna í netinu sem hefur með vinnu sinni áhrif á alla þræði ríkisstarfsseminnar. Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi afl á sviði opinberra […]

Til hamingju FSU með 2. Græna skrefið!

Við óskum Fjölbrautaskóla Suðurlands innilega til hamingu með 2 Græna skrefið! Til að ná 2 Græna skrefinu hefur FSU meðal annars keypt umhverfisvænar hreinsivörur og pappír, farið sparlega með rafmagn með því að skipta út venjulegum ljósaperum fyrir LED perur, og keypt inn umhverfisvænt kaffi (sem við vitum að var ekki lítil aðgerð, enda kennarar […]

Félagsvísindasvið við HÍ hlýtur 3. Græna skrefið

Hvað gerir maður þegar stórfellt flóð flæðir yfir starfsstöð sem er í miðju kafi að klára Grænu skrefin? Þessari spurningu þurftum við að svara á dögunum. Það muna vafalaust flestir eftir dramatísku myndunum af vatnsleka sem átti sér stað á miðsvæði Háskóla Íslands þann 21. janúar í upphafi árs. Félagsvísindasvið var eitt af þeim sviðum […]

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hlaut á dögunum 1. Græna skrefið

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hlaut á dögunum 1. Græna skrefið og við óskum honum innilega til hamingju með það! FSS, eins og skólinn er gjarnan kallaður, var einn af fyrstu ríkisaðilunum til að klára 1. skrefið í nýju útgáfunni af Gátlistanum. Það er alltaf krefjandi að fara ótroðnar slóðir en FSS tókst með glæsibrag á við nýjar […]