Entries by Ásdís Nína Magnúsdóttir

Nýr gátlisti Grænna skrefa!

Grænu skrefin hafa undirgengist yfirhalningu og birtum við nú með stolti nýjan gátlista Grænna skrefa. Yfirhalningin hófst um vorið 2020 og var samráðs gætt m.a. á Morgunfundi Grænna skrefa þann 21. október síðastliðinn. Það kennir ýmissa grasa í nýju skrefunum en nokkrar aðgerðir voru teknar út, sumar tóku minniháttar breytingum og svo má einnig finna […]

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra stíga Græn skref!

Við bjóðum Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra velkomin í Grænu skrefin!   Hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfa 28 starfsmenn og sinna þau m.a. rannsóknum, ráðgjöf, kennslu og veita túlkaþjónustu. Miðstöðin hefur verið starfrækt frá 1990 og er hlutverk þeirra að stuðla að því að fólk sem reiðir sig á íslenskt táknmál til samskipta geti sótt […]

Menntaskólinn við Sund fær 3&4 skrefið

Þann 9. desember varð Menntaskólinn við Sund fyrstur allra framhaldsskóla til að hljóta þriðja og fjórða skrefið. Menntaskólinn við Sund var einnig fyrstur allra framhaldsskóla til að skrá sig í Grænu skrefin og hljóta fyrsta og annað skrefið.   Menntaskólinn við Sund býr vel að því að þar eru bæði fróðir kennarar og áhugasamir nemendur. […]

Fjórða og fimmta skrefið í höfn hjá Dómsmálaráðuneytinu og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðurneytinu!

Þann 4. desember síðastliðinn hlutu Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fjórða og fimmta skrefið samtímis. Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skráðu sig til leiks í nóvember 2018 og fengu fyrstu þrjú skrefin á einu bretti í ágúst 2019. Þau hafa því tekið Grænu skrefin föstum og öruggum tökum.   Samvinna þessara tveggja ráðuneyta hefur verið […]

Velkomin Náttúruminjasafn Íslands!

Við bjóðum Náttúruminjasafn Íslands kærlega velkomin í Græn skref. Hjá Náttúruminjasafni starfa 12 starfsmenn á 3 starfsstöðvum. Náttúruminjasafnið er fræðslu- og vísindastofnun sem er ætlað að gegna miðlægu hlutverki við miðlun þekkingar og upplýsinga um náttúrufræðileg efni og vera ráðgefandi gagnvart öðrum söfnum landsins sem sýsla með náttúruna. Hlökkum til að stíga Græn skref með ykkur!

Kvikmyndasafn Íslands gengur til liðs við Grænu skrefin

  Við bjóðum Kvikmyndasafn Íslands velkominn í Græn skref! Hjá Kvikmyndasafni Íslands starfa 9 manns. Meginhlutverk safnsins er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir; hafa eftirlit með skilum kvikmyndaefnis og standa fyrir sýningum á innlendri og erlendri kvikmyndalist. Kvikmyndasafn Íslands er fyrst og síðast varðveislusafn og er ekki opið fyrir almenning í sama skilningi […]

100 skráðir til leiks í Græn skref!

Mikill áfangi hefur náðst en yfir 100 þátttakendur eru nú skráðir í Græn skref! Við gleðjumst yfir auknum áhuga á umhverfismálum hjá starfsmönnum ríkisins og hlökkum til að halda áfram að auðvelda eflingu umhverfisstarfs. Þátttakendur Grænna skrefa eru bæði stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins sem koma víða við í samfélaginu. Aðgerðir sem kunna að […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi stígur Grænu skrefin

Við bjóðum Sýslumanninn á Vesturlandi velkominn til leiks í Grænu skrefin. Hjá sýslumanninum eru 18 starfsmenn á fimm starfstöðvum sem er a finna á Stykkishólmi, Borgarnesi, Akranesi, Búðardal og Hellissandi.  Við í Grænu skrefunum hlökkum mikið til koma að eflingu umhverfisstarfs hjá Sýslumanni á Vesturlandi!

Velkomin til leiks Fjölbrautaskóli Vesturlands

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Vesturlands kærlega velkominn í Grænu skrefin. FVA var stofnaður 1977 og er bæði bók- og verknámsskóli. Boðið er upp á nám í málmiðngreinum, húsasmíði, rafvirkjun og á sjúkraliðabraut ásamt hefðbundnu bóknámi til stúdentsprófs. Sérstaða skólans felst í sterkum tengslum við atvinnulíf á svæðinu, persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og fjölbreyttu námsframboði. Við hlökkum […]

Kynningarfundur um loftslagsstefnur ríkisaðila

Umhverfisstofnun býður til kynningarfundar um gerð loftslagsstefnu fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins þann 23. september kl. 11-12. Á fundinum munu sérfræðingar á sviði loftslagsmála og græns samfélags fara yfir skyldu stofnana til að setja sér loftslagsstefnu (sjá 5. gr. c í loftslagslögum) og kynna leiðbeiningar Umhverfisstofnunar þess efnis, en þær má finna á […]