Entries by Ásdís Nína Magnúsdóttir

Velkomin til leiks Fjölbrautaskóli Vesturlands

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Vesturlands kærlega velkominn í Grænu skrefin. FVA var stofnaður 1977 og er bæði bók- og verknámsskóli. Boðið er upp á nám í málmiðngreinum, húsasmíði, rafvirkjun og á sjúkraliðabraut ásamt hefðbundnu bóknámi til stúdentsprófs. Sérstaða skólans felst í sterkum tengslum við atvinnulíf á svæðinu, persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og fjölbreyttu námsframboði. Við hlökkum […]

Kynningarfundur um loftslagsstefnur ríkisaðila

Umhverfisstofnun býður til kynningarfundar um gerð loftslagsstefnu fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins þann 23. september kl. 11-12. Á fundinum munu sérfræðingar á sviði loftslagsmála og græns samfélags fara yfir skyldu stofnana til að setja sér loftslagsstefnu (sjá 5. gr. c í loftslagslögum) og kynna leiðbeiningar Umhverfisstofnunar þess efnis, en þær má finna á […]

Barnaverndarstofa stígur grænu skrefin

Barnaverndarstofa hefur nú skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Starf Barnaverndarstofu felst einkum í því að vinna að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs í landinu og vera ráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Starfsmenn Barnaverndarstofu eru 109 talsins og við hlökkum mikið til að troða með þeim græna slóð.

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Snæfellinga velkomin

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Snæfellinga velkomin í Grænu skrefin! Fjölbrautaskóli Snæfellinga var stofnaður árið 2004 og hófst kennsla sama haust. Þau bjóða upp á metnaðarfull námsumhverfi þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins með sveigjanlegu skipulagi. Hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga starfa 33 starfsmenn og eru þau til húsa á Grundargötu 44 á Grundarfirði. […]

Hjólað í vinnuna!

Átakið Hjólað í vinnuna hefst á miðvikudaginn, þann 6. maí næstkomandi. Keppnin stendur yfir í þrjár vikur og við hvetjum alla vinnustaði til þess að skrá sig!   Frekari upplýsingar um hvernig skráning fer fram má finna hér: https://hjoladivinnuna.is/um-hjolad/hvernig-skrai-eg-mig-til-leiks/