Entries by Ásdís Nína Magnúsdóttir

Sýslumaðurinn á Vesturlandi ryður brautina

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hlaut fyrstur allra sýslumannsembætta sitt fyrsta græna skref þann 9. mars síðastliðinn. Hjá sýslumanninum á Vesturlandi starfa 18 starfsmenn á fimm starfsstöðvum, það eru skrifstofur á Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, og tvö útibú í Búðardal og Snæfellsbæ (Hellissandi). Starfsmenn skrifstofu sýslumanns á Vesturlandi hafa sýnt fram á að innleiðing Grænna skrefa getur tekið […]

Umboðsmaður barna hefur stigið fyrsta skrefið

Umboðsmaður barna hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrsta græna skrefinu. Hjá Umboðsmanni barna starfa 5 starfsmenn sem skráðu þau sig til leiks í loks árs 2020 og voru ekki lengi að framkvæma aðgerðir fyrsta skrefsins og byrja á næstu skrefum. Við heyrum stundum að það taki því ekki fyrir vissa vinnustaði að […]

Samgöngustofa fékk sitt fyrsta skref

Samgöngustofa hlaut sitt fyrsta skref þann 24. mars síðastliðinn og hélt fjarfögnuð á dögunum.  Samgöngustofa er á góðri siglingu og vinnur nú hörðum höndum að öðru skrefinu. Góður andi er yfir verkefninu hjá Samgöngustofu og tekur allt starfsfólkið þátt í að innleiða Grænu skrefin. Við óskum Samgöngustofu kærlega til hamingju með að hafa lokið sínu […]

Upplýsingafundur: Spurt og svarað um Grænt Bókhald

Í lok mánaðarins ber öllum stofnunum að hafa skilað inn Grænu Bókhaldi. Af því tilefni sláum við til upplýsingafundar þar sem við munum fara stuttlega yfir bókhaldið en verja síðan góðum tíma í að fara yfir spurningar. Við mælum með að fólk taki frá 35 mínútur í dagbókinni sinni fyrir fundinn til að horfa á kynningarmyndbandið um Grænt bókhald og Gagnagátt Umhverfisstofnunar á vef Grænna skrefa því þar er flestum algengum spurningum svarað.   Grænt bókhald er forsenda þess að stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins geti sett sér mælanleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í loftslagsstefnu og þess vegna er mikilvægt að allar stofnanir skili.   Upplýsingafundurinn fer fram á: Mánudaginn 22. mars: 11:00-12:00 Á fundinum munum við einnig sýna hvar þið getið skoðað myndræna framsetningu á skilum síðustu ára, en þá er hægt að bera saman árangur fyrri ára eða bera saman stofnun sína og aðrar stofnanir.  Föstudaginn 26. mars: 13:30-15:00 munum […]

Kennslumyndband fyrir Grænt bókhald

Við viljum vekja athygli á því fyrir tengiliði Grænna skrefa að uppfært kennslumyndband fyrir Grænt bókhald er nú aðgengilegt. Skil á Grænu bókhaldi eru fyrir 1. apríl 2021 og hefur það reynst stofnunum sem hafa skilað Grænu bókhaldi áður afar vel að vinna bókhaldið jafnt og þétt fram að skilum. Skil á Grænu bókhaldi er […]

Menntaskólinn við Sund klárar fyrstur allra menntaskóla!

Þann 5. febrúar síðastliðinn fékk Menntaskólinn við Sund fyrstur allra menntaskóla staðfestingu á því að hafa uppfyllt öll 5 Grænu skrefin. Afhending fór fram 9. febrúar og sjá má á mynd Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra Umhverfisstofnunar afhenda Má Vilhjálmssyni rektor skólans viðurkenningu fyrir þennan árangur.   Menntaskólinn við Sund er ekki bara fyrsti menntaskóli landsins til […]

Nýr gátlisti Grænna skrefa!

Grænu skrefin hafa undirgengist yfirhalningu og birtum við nú með stolti nýjan gátlista Grænna skrefa. Yfirhalningin hófst um vorið 2020 og var samráðs gætt m.a. á Morgunfundi Grænna skrefa þann 21. október síðastliðinn. Það kennir ýmissa grasa í nýju skrefunum en nokkrar aðgerðir voru teknar út, sumar tóku minniháttar breytingum og svo má einnig finna […]

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra stíga Græn skref!

Við bjóðum Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra velkomin í Grænu skrefin!   Hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfa 28 starfsmenn og sinna þau m.a. rannsóknum, ráðgjöf, kennslu og veita túlkaþjónustu. Miðstöðin hefur verið starfrækt frá 1990 og er hlutverk þeirra að stuðla að því að fólk sem reiðir sig á íslenskt táknmál til samskipta geti sótt […]

Menntaskólinn við Sund fær 3&4 skrefið

Þann 9. desember varð Menntaskólinn við Sund fyrstur allra framhaldsskóla til að hljóta þriðja og fjórða skrefið. Menntaskólinn við Sund var einnig fyrstur allra framhaldsskóla til að skrá sig í Grænu skrefin og hljóta fyrsta og annað skrefið.   Menntaskólinn við Sund býr vel að því að þar eru bæði fróðir kennarar og áhugasamir nemendur. […]

Fjórða og fimmta skrefið í höfn hjá Dómsmálaráðuneytinu og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðurneytinu!

Þann 4. desember síðastliðinn hlutu Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fjórða og fimmta skrefið samtímis. Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skráðu sig til leiks í nóvember 2018 og fengu fyrstu þrjú skrefin á einu bretti í ágúst 2019. Þau hafa því tekið Grænu skrefin föstum og öruggum tökum.   Samvinna þessara tveggja ráðuneyta hefur verið […]

Velkomin Náttúruminjasafn Íslands!

Við bjóðum Náttúruminjasafn Íslands kærlega velkomin í Græn skref. Hjá Náttúruminjasafni starfa 12 starfsmenn á 3 starfsstöðvum. Náttúruminjasafnið er fræðslu- og vísindastofnun sem er ætlað að gegna miðlægu hlutverki við miðlun þekkingar og upplýsinga um náttúrufræðileg efni og vera ráðgefandi gagnvart öðrum söfnum landsins sem sýsla með náttúruna. Hlökkum til að stíga Græn skref með ykkur!