Um verkefnið

Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið byggir á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið fór formlega af stað í nóvember 2014. Fyrr á því ári höfðu nokkrar stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins prufukeyrt það og hjálpað til við að aðlaga Grænu skrefin að ríkisrekstri. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar.

Verkefnið er einfalt og aðgengilegt og ættu allar stofnanir að geta tekið þátt. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna, ímynd stofnana og draga úr rekstrarkostnaði. 

Flokkar grænna skrefa eru:

          

 

Þær aðgerðir sem Grænu skrefin ná til snerta sex þætti sem hafa áhrif á umhverfið og eru innleidd í fjórum áföngum. Fimmta skrefið er viðbót við Græn skref Reykjavíkurborgar og sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Markmið verkefnisins er að:

  • Gera starfssemi ríkisins umhverfisvænni
  • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
  • Draga úr rekstrarkostnaði
  • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
  • Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar

 

 

Græn skref

 

Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. 

Hvernig get ég verið með?

Heilræði

Endurunnar og umhverfismerktar vörur

Margar vörur innihalda endurunnar afurðir, með því að velja fremur slíkar vörur hvetur þú til endurvinnslu. Umhverfismerktar vörur eru einnig í boði í mörgum verslunum. Kynntu þér umhverfismerkingar á vef Umhverfisstofnunar