Skógræktin stígur skref númer tvö

Allar starfsstöðvar Skógræktarinnar hafa nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga annað Græna skrefið. Starfsfólki Skógræktarinnar er mjög umhugað um umhverfið og höfum við í Grænu skrefunum ekki síður lært af þeim en þau af okkur þegar kemur að umhverfismálunum. Öflug fjarfundarmenning er til staðar hjá stofnuninni sem er dreifð um allt land og fara t.a.m ýmis námskeið og fyrirlestrar fram á Teams. Með því sparast bæði tími, fjármunir og losun. Tjaldsvæði Skógræktarinnar á Vöglum og Hallormsstað bjóða gestum upp á flokkun úrgangs sem er frábært framtak sem fleiri tjaldsvæði um land allt mættu taka til fyrirmyndar. Nýtni og skapandi hugsun eru áberandi hjá Skógræktinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þar sem nafnspjöld og aðrir munir eru búnir til úr afurðum skóganna. Á Mógilsá er lífrænn úrgangur jarðgerður á staðnum eins og á fleiri starfsstöðvum og kaffikorgurinn fær að fara beinustu leið út í skóg þar sem næringarefnin nýtast svo sannarlega.  

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs í Grænu skrefunum með öflugu Skógrækarfólki!

Graentskref2Skograektin

Meðlimir Græna hersins, sem fer fyrir innleiðingu Grænu skrefanna hjá Skógræktinni, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Birgitta Steingrímsdóttir hjá Umhverfisstofnun.

56315655 309274629765385 1268024497835868160 n

Hér höfum við barrnálarpestó hvorki meira né minna. Límmiðum er velt upp úr pestóinu fyrir góða lykt og þeir svo límdir á endurunnin pappír = vellyktandi og viðeigandi nafnspjöld fyrir Skógræktarfólk.

87460412 1130614187330767 192510720653393920 n

Önnur frumleg og umhverfisvæn útfærsla á nafnspjaldi.

87371820 495752234648542 5862620411895742464 n

Glöggir sjá kaffikorg innan um laufblöðin á leið aftur út í náttúruna!

87738072 560698711322165 7660012114433540096 n

Gömul jólatré öðlast framhaldslíf á Mógilsá.

87464786 1514945088666408 3188014087627866112 n

Einmitt!