Vínbúðirnar á Flúðum, Hellu og Hvolsvelli komnar með tvö skref

Starfsmenn Vínbúðanna á Flúðum, Hellu og Hvolsvelli standa sig með stakri prýði og eru komnar með viðurkenningu fyrir tvö fyrstu Grænu skrefin. Í spjalli við Maríu á Flúðum sagði hún að verkefnið hefði gert það að verkum að hún hefur fært þessa hugsun inn á heimilið sitt. Nýting í Vínbúðunum og ÁTVR er ofsalega mikil og fer um 90% úrgangs í  endurvinnslu frá þeim. Lífrænn úrgangur á Hvolsvelli fer t.d. í mykjuhaug þar sem hann rotnar og er svo borinn á túnin, öll blöð sem þarf að prenta á eru nýtt aftur í prentarann eða í krassblöð og svo mætti lengi telja. Glæsileg vinna hjá þeim á suðurlandinu.